HVER – Athvarf fyrir fólk með geðraskanir

Markmið athvarfa er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðsjúkdóma að stríða. Lögð er áhersla á að virkja gesti til þátttöku í starfsemi athvarfanna og ákvarðanatöku.

Gestir stjórna húsfundum og ganga í flest þau störf sem þörf er á, allt eftir getu hvers og eins. Lögð er áhersla á að draga fram hjá hverjum og einum þá styrkleika sem í honum búa og styðja þannig viðkomandi, þrátt fyrir veikindi og ýmsa erfiðleika, til að ná markmiðum sem þeir setja sér til aukinna lífsgæða. Aðsetur: Kirkjubraut 1, Akranes.

Sími: 431 2040

Netfang: hver@akranes.is

Vefsíða: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/gedheilsa/

Staðsetning: Vesturland

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram