Bataskóli Íslands býður upp á nám fyrir fólk, 18 ára og eldra, með geðrænar áskoranir, aðstandendur þeirra og starfsfólk á heilbrigðis- og velferðarsviði. Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali námskeiða sem samin eru í samvinnu sérfræðinga og fólks með reynslu af geðrænum áskorunum.
Námið er nemendum að kostnaðarlausu. Námið er tvær annir og úr alls 20 námskeiðum að velja í allt.
Sími: 411 6555
Netfang: batataskoli@bataskoli.is
Vefsíða: www.bataskoli.is
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið