Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Allir eru velkomnir að koma og fá ráðgjöf. Starfsfólk veitir frekari upplýsingar um leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun.
Markmið Bjargarinnar eru:
– Að rjúfa félagslega einangrun.
– Að efla sjálfstæði einstaklinga.
– Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga.
– Að draga úr stofnanainnlögnum.
– Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum.
– Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað.
Sími: 420 3270
Netfang: bjorgin@reykjanesbaer.is
Vefsíða: http://www.bjorgin.is/
Staðsetning: Suðurland