Endurhæfing fólks með geðsjúkdóma fer fram á Kleppi og Endurhæfingu LR á Laugarásvegi 71. Endurhæfing er samhæft, samfellt og markvisst ferli sem byggir á samvinnu milli notanda, fjölskyldu/aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks.
Lögð er áhersla á að stuðla að auknum lífsgæðum hjá fólki og hvetja til ábyrgðar á eigin hegðun og lífsstíl. Meðferðin byggist m.a. á fræðslu og stuðningi til að auka virkni og ábyrgð fólks til að ná markmiðum sínum. Þátttaka í samfélaginu, valfrelsi og leið til að þroskast við breyttar aðstæður eru mikilvæg atriði í endurhæfingu geðsviðs.
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið