MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum. Í mörgum tilfellum er staðan orðin þannig að þegar hér er komið við sögu að barnið myndi vera vistað utan heimilis að öllu óbreyttu. MST fer fram á heimili fjölskyldunnar og gerir þá kröfu að barnið búi á heimilinu. Barnaverndarnefnd metur þörfina fyrir MST og getur sótt um MST meðferð hjá Barnaverndarstofu.
Þjónustusvæði MST spannar allt landið. Meðferðin: MST meðferðin snýr að öllu nærumhverfi barnsins, foreldrum, fjölskyldu, félagahópi, skóla og tómstundum. Sérhæfður meðferðaraðili hittir foreldra, og barn ef aðstæður leifa, á heimili þeirra eftir samkomulagi. Foreldrar hafa jafnframt aðgengi að þerapista til ráðgjafar í síma allan sólarhringinn.
Almennt er stefnt að því að bæta samskipti og samheldni innan fjölskyldunnar, tengsl og samráð foreldra og skóla og annarra lykilaðila í umhverfi barnsins. Meðferðin er aðlöguð að þörfum hverrar fjölskyldu og er áhersla lögð á að finna leiðir sem henta styrkleikum einstaklinga og í umhverfinu. MST meðferð tekur að jafnaði 3-5 mánuði.
Vefsíða: https://www.bofs.is/almenningur/urraedi/fjolkerfamedferd/
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið