Geðverndarfélag Íslands er félag fagfólks, geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, presta og fleiri sem láta sig geðheilbrigði varða. Félagið hefur á undanförnum 10 árum verið að feta sig á nýjar slóðir.
Stór þáttur í menningu og hefðum félagsins hefur verið að sinna þeim verkefnum sem ríki og sveitarfélög sinna ekki en félagið lítur á sig sem forystuafl og brautryðjanda í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Félagið rekur áfangaheimili að Álfalandi í Reykjavík en þar búa 7 einstaklingar og 1 þar að auki í lítilli íbúð í húsinu. Aðsetur: Hátún 10, 105 Reykjavík.
Sími: 552 5508
Netfang: gedvernd@gedvernd.is
Vefsíða: http://www.gedvernd.is/
Staðsetning: Vesturland