Geitungarnir

Verkefnið Geitungarnir felur í sér aukin tækifæri fatlaðs fólks með miklar stuðningsþarfir til þátttöku á almennum vinnumarkaði. Áhersla er lögð á að einstaklingarnir fái tækifæri til að spreyta sig á almennum vinnumarkaði með stuðningi aðstoðarfólks.

Geitungarnir eru virknitilboð þar sem leitast er við að hafa fjölbreytta valkosti og boðið upp á starfsþjálfun/ starfsprófun á almennum vinnumarkaði með ófötluðu fólki. Þannig er unnið að því að byggja brú, fyrir þá sem það vilja, frá hæfingu yfir í atvinnu með stuðningi á almennum vinnumarkaði. Einnig er unnið að skapandi verkefnum í húsnæði Geitunganna og unnið markvisst að valdeflingu hvers og eins með fræðslu, vinnu og/eða virkni.

Heimasíða: https://www.facebook.com/profile.php?id=100010619940887

Staðsetning: Staðarbergi 6, 221 Hafnarfirði

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram