Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru starfrækt tvö teymi sem sinna sálfélagslegri þjónustu, annars vegar geðteymi og hins vegar forvarnar- og meðferðarteymi barna (FMTB), sem starfa eftir stefnu og aðgerðaáætlun stjórnvalda í geðheilbrigðismálum.
Geðteymið sinnir fólki 18 ára og eldri og FMTB sinnir foreldrum og börnum upp að 18 ára.
Teymin sinna greiningu og meðferð á algengustu geðröskunum á heilsugæslustigi ásamt því að veita meðferð og rágjöf við verðandi og nýbakaða foreldra og þá sér í lagi mæður.
Þjónusta teymanna nær til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Netfang: hss@hss.is
Vefsíða: https://www.hsu.is/
Staðsetning: Suðurland