Hringbraut

Hringbraut er úrræði með 11 íbúðum, en þar af eru fimm íbúðir sérstaklega ætlaðar fyrir konur. Íbúðirnar eru hver um 52–54 m². Í hverri íbúð er eldhús, stofa, svefnherbergi, baðherbergi og forstofa. Um er að ræða sjálfstæða búsetu heimilislausra sem byggir á HF hugmyndafræðinni. Úrræðið er fyrir heimilislausar konur og karla með miklar og flóknar þjónustuþarfir og erfiðlega hefur gengið að veita þjónustu.

Ekki er gerð krafa um að umsækjandi sé hættur notkun áfengis eða annarra vímuefna. Þjónustunni á Hringbraut er sinnt af starfsfólki sem er til staðar hluta sólarhringsins. Jafnframt veitir VORteymið íbúum stuðning með einstaklingsmiðaðri þjónustu og veitir starfsfólki einnig ráðgjöf t.d. við að fylgja eftir einstaklingsáætlunum. Íbúar greiða leigu og fæðisgjald.

Vefsíða: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/kortlagning_a_fikniurraedum_0.pdf

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram