Konukot

Konukot er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur og kynsegin fólk í Reykjavík, rekið af Rótinni samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.

Í Konukoti er grunnþörfum kvenna sem þangað leita sinnt hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat.
Neyðarskýlið er opið frá kl. 17:00 til kl. 10:00 daginn eftir og eru rúm fyrir tólf konur. Vegna sóttvarnaráðstafana eru nú einungis átta rúm til boða.
Allar þær konur sem á þurfa að halda eru boðnar velkomnar í Konukot.
Boðið er upp á heita kvöldmáltíð og léttan morgunverð. Þá geta konurnar þvegið fatnað og notað hreinlætisaðstöðu. Einnig er þeim útvegaður fatnaður eftir þörfum.

Þjónustan er gestum neyðarskýlisins að kostnaðarlausu.

Sími: 511 5150

Vefsíða: https://www.rotin.is/konukot/

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram