Lækjarbakki

Meðferðin á Lækjarbakka er ætluð unglingum, á aldrinum 14 til 18 ára, sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda þegar önnur og vægari úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að unglingur hafi áður lokið meðferð á Stuðlum. Hegðunarvandinn getur falist í vímuefnaneyslu, ofbeldi, afbrotum, skóla- og námserfiðleikum og öðrum sálfélagslegum vanda.

Meðferðarmarkmið: Efla félagsfærni, sjálfstjórn, jákvæða eiginleika og hæfileika unglings. Draga úr og stöðva vímuefnaneyslu, ofbeldi og afbrot. Bæta möguleika unglings til að stunda skóla og/eða vinnu við hæfi. Auka líkur á að unglingur geti búið heima eða í öðrum viðurkenndum heimilisaðstæðum að vistun lokinni. Auka hæfni og bjargráð foreldra (forsjáraðila) til að takast á við aðsteðjandi vandamál. Styrkja tengsl og bæta samskipti milli unglings, foreldra, fjölskyldu og í nærumhverfi. Aðsetur: Geldingalækur, 851 Hella.

Sími: 487 5163

Netfang: yngvi@bvs.is

Vefsíða: https://www.bvs.is/almenningur/urraedi/medferdarheimili/

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram