Geðsvið veitir almenna og sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Margar ólíkar deildir eru á geðsviðinu svo sem bráðaþjónusta, endurhæfingargeðdeildir, göngu- og dagdeildir, samfélagsgeðteymi og meðferðardeild vímuefna.
Samfélagsgeðteymi: Megin verkefni samfélgasgeðteymisins er að sinna einstaklingum sem þarfnast fjölfaglegrar þjónustu í samfélaginu. Samvinna og samstarf er við velferðarþjónustu sveitarfélaga og heilsugæslu. Teymið er fjölfaglegt. Í því er teymisstjóri sem hefur umsjón með verkaskiptingu og daglegum rekstri teymisins.
Sími: 543 4050, 543 1000
Vefsíða: https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/bradamottaka-gedthjonustu/
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið