Laugaland

Heimilið að Laugalandi er sérhæft meðferðarúrræði fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára með fjölþættan hegðunarvanda. Þar er gert ráð fyrir að vistist að jafnaði sex til átta unglingar í einu. Frá árinu 1998 hefur skapast sú hefð að vista einungis stúlkur á staðnum.

Meðferð á Laugalandi: Meðferðin að Laugalandi er þrepatengd. Hún byggir á fimm þrepum sem að jafnaði tekur um 9 mánuði að ná árangri með. Vistunarsamningur er gerður við innskrift unglingsins. Að honum standa forsjáraðilar, barnaverndarnefndir, meðferðaraðilar og unglingurinn. Samningurinn er yfirleitt gerður til eins árs. Árangur í meðferð ræður þó mestu um hversu dvölin verður löng.

Í meðferðinni er lögð áhersla á þjálfun í félagsfærni og sjálfstjórn, meðal annars með ART-þjálfun (Aggression Replacement Training). Þjálfunin og meðferðin miða m.a. að því að auka hæfni og áhuga á að finna betri lausnir í samskiptum, að hugsa um og takast á við aðstæður sem geta leitt til vandræða og átta sig á hvaða tilfinningar fylgja því. Notað er umbunar- og þrepakerfi sem styður við atferlismótun og árangur í að fylgja ákveðnum reglum, standa við samninga og að vanda sig í samskiptum. Aðsetur: Laugaland, 601 Akureyri.

Sími: 461 3910

Netfang: pbrodda@simnet.is

Vefsíða: http://www.bvs.is/fagfolk/urraedi-barnaverndarstofu/medferdarheimili/laugaland/

Staðsetning: Norðurland

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram