Unnið er eftir HOLOS hugmyndakerfi sem lítur til allra þarfa nemendanna. HOLOS er sniðið að þörfum ungs fólks á aldrinum 18–25 ára sem hafa misst fótana í lífinu vegna brottfalls úr námi/starfi, sjúkdóma, fíkniefnaneyslu eða annarra áfalla og vilja stefna út á vinnumarkaðinn eða í frekara nám.
Ljósbrot bjóða upp á mismunandi brautir eftir því hvort þörf sé á námi, starfsendurhæfingu eða eftirmeðferð. Flestir nemar Ljósbrots hafa ekki mikla reynslu af vinnumarkaði. Því er litið til þess að þjálfa þau frá grunni til starfa. Byggt er á lýðheilsulegum sjónarmiðum og heilsueflingu þar sem unnið er með mikilvægi næringar, hreyfingar, líðan og lífsstíls.
Sími: 555 4150
Farsími: 824 8830
Netfang: ljosbrot@lydheilsusetur.is
Vefsíða: https://olnbogabornin.is/medferdarurraedi/ljosbrot/
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið