Meðferðarheimili - Stuðlar

Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára, skiptist í þrjár deildir, neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og stuðningsheimilið Fannafold.

Stuðlar standa fyrir umhyggju, öryggi, virðingu og vöxt. Leitast er við að sýna hverjum skjólstæðingi vinalegt viðmót og nærgætni. Hlúð er að sjálfsvirðingu hvers og eins með því að leggja ríka áherslu á virðingu fyrir sérkennum og því sameiginlega í fari okkar. Hér skiptir einnig máli að skipulega er unnið að því að grípa tækifæri til að vaxa og dafna þar sem frelsi og ábyrgð haldast í hendur.

Allir starfsmenn Stuðla eru þjálfaðir í áhugahvetjandi samtalsaðferð (MI), stöðustyrkjandi viðmóti og félgasfærni- og sjálfsstjórnaraðferð (ART).

Vefsíða: https://www.bofs.is/urraedi/studlar/

Netfang: ulfur.einarsson@studlar.is

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram