Vefsíða: http://www.bvs.is/almenningur/urraedi/medferdarheimili/studlar/medferdardeild/
Á meðferðardeild fer fram ítarleg greining á hegðun, þroska, félagslegri hæfni og aðstæðum barna. Þar er rými fyrir sex börn í senn og er meðferðartími að jafnaði 8-10 vikur. Í meðferðinni er stuðst við reglubundna dagskrá , fræðslu og atferlismótandi þrepa- og hlunnindakerfi (Token Economy). Að öðru leiti er meðferðin löguð að þörfum hvers og eins þar sem unnið er markvisst með einstaklingsbundin markmið. Í meðferðinni er reynt að auka félagsfærni, sjálfstjórn og hæfni til að nýta eigin styrkleika.
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið