Miðjan er hæfing og dagþjónusta sem hefur það að markmiði að efla alhliða þroska og sjálfstæði einstalkings og viðhalda og auka þá færni sem einstaklingurinn hefur náð. Jafnframt að veita vellíðan og öryggi og efla frumkvæði og koma til móts við sjálfsákvörðunarrétt. Í hæfingu og dagsþjónustu er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun ásamt því að starfa eftir áhugasviði og færni hvers og eins.
Geðræktarmiðstöð er batahvetjandi stuðningsúrræði fyrir einstaklinga sem búa, eða hafa búið við geðraskanir, atvinnuleysi og/eða alvarleg veikindi með þeim afleiðingum að lífsgæði þeirra hafa skerst. Markmiðin eru m.a. að efla sjálfstraust og ábyrgð til félagslegrar þátttöku, að auka færni til samskipta, að efla þátttöku í ýmis konar iðju, að efla virkni og þátttöku í daglegu lífi, að efla trú á eigin áhrifamátt, að draga úr fordómum gegn geðröskunum, að draga úr neikvæðum áhrifum geðraskana á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild, að fækka innlögnum á geðdeildir og að efla geðheilbrigði.
Sími: 464 1201
Netfang: siggahauks@nordurthing.is
Staðsetning: Norðurland