Úrræðið er ætlað körlum með tvígreiningu, ekki er gerð krafa um að íbúar séu hættir notkun áfengis og/eða annarra vímuefna. Íbúar hafa allir sérherbergi, setustofa er sameiginleg sem og eldhús og þvottaaðstaða. Boðið er upp á morgunmat og eina heita máltíð á dag.
Gert er ráð fyrir að íbúar séu í tengslum við félagsráðgjafa á þjónustumiðstöð sem vinnur, í samvinnu við íbúa og starfsmenn heimilisins, út frá fyrirfram settum markmiðum sem koma fram í samkomulagi um félagslega ráðgjöf. Gerður er dvalarsamningur þar sem kveðið er á um réttindi og skyldur sem fylgja búsetu á áfangaheimilinu. Íbúar greiða leigu og fæðisgjald.
Sími: 561 1441
Vefsíða: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/kortlagning_a_fikniurraedum_0.pdf
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið