Markmið félagsins var að styðja syrgjendur og þá sem unnu að velferð þeirra. Tilgangi sínum náði Ný Dögun með eftirfarandi:
Efna til almennra fræðslufunda og samverustunda.
Veita þá upplýsingaþjónustu sem auðið er á hverjum tíma.
Vinna að stofnun stuðningshópa.
Greiða fyrir samskiptum stuðningsaðila og syrgjanda.
Standa fyrir námskeiðahaldi og þjálfun stuðningsaðila.
Efla almenna fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð í fjölmiðlum og sem víðast á opinberum vettvangi.
Starfsemi Nýrrar dögunar og stuðningur er nú í gegnum Sorgarmiðstöð.
Netfang: sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Vefsíða: https://www.nydogun.is/
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið