Sálfræðiþjónusta HSU er ætluð börnum og ungmennum að 16 ára aldri. Við HSU eru starfandi þrír sálfræðingar. Þjónustan felst einkum í meðferð vegna vandamála eins og kvíða/fælni, depurð og hegðunarerfiðleika, auk uppeldis- og hegðunarráðgjafar fyrir foreldra.
Þeir aðilar sem geta vísað málum til sálfræðinga Hsu eru starfandi heilsugæslulæknar á Suðurlandi og sálfræðingar Skólaskrifstofu Suðurlands. Sálfræðingar HSU vinna í náinni samvinnu við Skólaskrifstofu Suðurlands, Fjölskyldumiðstöð Árborgar og Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL).
Sími: 480 5114
Netfang: afallahjalp@hsu.is
Vefsíða: https://www.hsu.is/salfraedithjonusta-barna-og-ungmenna/
Staðsetning: Suðurland