Sálfræðiþjónusta barna – SÁÁ

SÁÁ býður upp á sálfræðiþónustu fyrir þau börn sem búa á heimilum þar sem áfengis- og vímuefnaneysla er til staðar. Markmiðið með þjónustunni er að veita börnum opnun og viðurkenningu á stöðu sinni og aðstæðum í fjölskyldu þar sem áfengis- og vímuefnavandi er til staðar og að hjálpa þeim að skilja betur eigin aðstæður og aðstæður foreldranna og aðstoða þau við að greina á milli fíknisjúkdómsins og manneskjunnar sem þjáist af honum.

Sálfræðingar SÁÁ leggja sig fram um að nálgast börn og foreldra af nærgætni og virðingu fyrir þeim vanda sem þau standa frammi fyrir. SÁÁ sinnir fyrst og fremst þeim geðheilbrigðisvanda sem fíknisjúkdómurinn veldur og snertir einstaklinga, börn þeirra, fjölskyldur og samfélagið allt. Meginmarkmið SÁÁ er að vinna gegn fordómum og vanþekkingu á áfengis- og vímuefnafíkn og bjóða bestu meðferð og þjónustu sem völ er á. Foreldrar, forráðamenn eða stofnanir geta haft samband við móttökuritara í VON, húsi SÁÁ að Efstaleiti 7, Reykjavík.

Sími: 530 7600

Vefsíða: https://www.saa.is/is/medferd-til-betra-lifs/thjonusta-vid-fjolskyldur/salfraedithjonusta-barna

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram