Símavinir talast við í síma tvisvar í viku og spjalla í hálftíma í senn um daginn og veginn, í stað þess að heimsækja fólk á stofnanir eða inn á einkaheimili. Fundinn er fastur tími sem báðum aðilum hentar. Þar sem sími er notaður eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini hvar sem er á landinu.
Sími: 570 4000
Netfang: central@redcross.is
Vefsíða: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/heimsoknarvinir/simavinir/
Staðsetning: Fjarþjónusta