Sjúkrahúsið á Akureyri er eina sérhæfða geðdeildin utan höfuðborgasvæðisins. Geðdeild veitir almenna og sérhæfða þjónustu fyrir íbúa 18 ára og eldri á Norður- og Austurlandi. Geðdeild skiptist í bráðalegudeild, dag- og göngudeild. Legudeild: Legudeild geðdeildar Sak veitir sólarhrings og dagþjónustu. Í forgangi eru bráðveikir sjúklingar með geðrofseinkenni og í sjálfsvígshættu.
Dag- og göngudeild: Markmið deildarinnar er að greina og meðhöndla alvarlegar geðraskanir og sálrænar kreppur. Á göngudeild er eingögnu unnið samkvæmt tilvísunum. Á dag- og göngudeild starfa geðlæknar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, heilbrigðisgangfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar. Nánar um það er hægt að finna á vefsíðu Sak.
Sími: 463 0100
Vefsíða: https://www.sak.is/
Staðsetning: Norðurland