Vefsíða: https://www.stigamot.is/
Símar 562 6868, 800 6868
Netfang: stigamot@stigamot.is
Stígamót eru sjálfshjálparmiðstöð fyrir karla og konur sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi og vilja öðlast bætt lífsgæði. Meginmarkmiðin með stofnun Stígamóta eru annars vegar að þau séu staður, sem konur og karlar, sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi, geti leitað til, fengið stuðning og deilt reynslu sinni með öðrum, sem einnig hafa verið beittir slíku ofbeldi eða þekkja það vel. Reynslan sýnir að eftir a.m.k. fjögur viðtöl lýsir fólk aukinni sjálfsvirðingu og dregið hefur úr þunglyndi, kvíða og streitu. Stígamót bjóða uppá einstaklingsviðtöl, símaviðtöl, sjálfshjálparhópa og netspjall.
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið