Teigur dagdeild

Teigur er eftirmeðferðardeild fíknigeðdeildar sem sinnir sérstaklega fólki með vímuefnavanda auk annars geðræns vanda. Þar er gerð sú krafa að fólk hafi stöðvað neyslu og sé búið að ná lágmarksstöðugleika. Á Teigi er boðið upp á 5 vikna dagdeildarmeðferð sem stendur frá klukkan 9:00 að morgni til 13:30 þrjá daga vikunnar og til hádegis tvo daga.

Sálfræðingar, áfengisráðgjafar og hjúkrunarfræðingar sjá um reglulega dagskrá deildarinnar. Auk þess koma læknar og félagsráðgjafar að málum þegar það á við. Áhersla er á að þeir sem koma á Teig fái sem heildstæðasta úrlausn sinna vandamála með samvinnu allra fagaðila. Sótt er um meðferð á deildinni með því að senda beiðni til teymis fíknigeðdeildar.

Sími deildarinnar: 543 4710

Sími skiptiborðs geðsviðs: 543 4050

Vefsíða: https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/fiknimedferd/

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram