Teigur er eftirmeðferðardeild fíknigeðdeildar sem sinnir sérstaklega fólki með vímuefnavanda auk annars geðræns vanda. Þar er gerð sú krafa að fólk hafi stöðvað neyslu og sé búið að ná lágmarksstöðugleika. Á Teigi er boðið upp á 5 vikna dagdeildarmeðferð sem stendur frá klukkan 9:00 að morgni til 13:30 þrjá daga vikunnar og til hádegis tvo daga.
Sálfræðingar, áfengisráðgjafar og hjúkrunarfræðingar sjá um reglulega dagskrá deildarinnar. Auk þess koma læknar og félagsráðgjafar að málum þegar það á við. Áhersla er á að þeir sem koma á Teig fái sem heildstæðasta úrlausn sinna vandamála með samvinnu allra fagaðila. Sótt er um meðferð á deildinni með því að senda beiðni til teymis fíknigeðdeildar.
Sími deildarinnar: 543 4710
Sími skiptiborðs geðsviðs: 543 4050
Vefsíða: https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/fiknimedferd/
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið