Tölum saman er fjarþjónusta Kvíðameðferðarstöðvarinnar þar sem hægt er að sækja ráðgjöf og meðferð hjá sálfræðingum í myndfundum með öruggum hætti í gegnum internetið. Markmiðið er að auka aðgengi almennings að árangursríkri meðferð við kvíða og kvíðatengdum vanda, depurð og lágu sjálfsmati. Upplýsingar um tímapantanir í viðtöl má finna á vefsíðu þeirra.
Netfang: tolumsaman@tolumsaman.is
Vefsíða: https://tolumsaman.is/
Staðsetning: Fjarþjónusta