Unghugar eru félagsskapur sem heyrir undir Grófin Geðveðverndarmiðstöð, ætlaður einstaklingum 18 ára og eldri, sem glíma við geðræn vandamál og/eða félagslega einangrun, óháð trúarlegum skoðunum, þjóðerni eða kynþætti. Markmiðið er að skapa vinalegt umhverfi þar sem þessir einstaklingar geta unnið í sínum vandamálum með því að tala við fólk með svipaða reynslu, og rofið félagslega einangrun í gegnum fundi og viðburði. Notast er við bæði íslensku og ensku þar sem ekki allir meðlimir Unghuga eru Íslendingar. Upplýsingar veitir Fjörnir.
Netfang: unghugarnir@gmail.com
Vefsíða: https://www.facebook.com/groups/560431967375602/
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið