Fjölbreytt starfsemi í þágu áfengis- og vímuefnasjúklinga og fjölskyldna þeirra fer fram á göngudeild SÁÁ í Reykjavík. Hluti áfengis- og vímuefnasjúklinga kemur á göngudeildina til að leita ráðlegginga og greiningar á vanda sínum. Ef niðurstaða greiningarviðtals gefur tilefni til er viðkomandi lagður inn á sjúkrahúsið Vog við fyrsta tækifæri og þá hefst hefðbundin áfengis- og vímuefnameðferð. Oft er hins vegar hægt að leysa vanda fólks án þess að til innritunar á Vog þurfi að koma.
Vefsíða: https://saa.is/von/
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið