Ylja – neyslurými

Ylja er í sérútbúinn bíll sem er staðsettur í miðbæ Reykjavíkur. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur 18 ára og eldri geta sprautað ávana- og vímuefnum í æð undir eftirliti sérhæfð starfsfólks og gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna. Neyslurými eru starfrækt víða um heim og hafa mikinn samfélagslegan ávinning í för með sér. Í Ylju er veitt skaðaminnkandi heilbrigðisaðstoð og nálaskiptaþjónusta.

Ylja vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar sem felur í sér að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa. Með því að veita öruggan og hreinan stað til að neyta vímuefna er hægt að tryggja bætt öryggi til notenda sem og samfélagsins.

Markmið Ylju eru því að lágmarka þörf einstaklinga til að neyta vímuefna á almannafæri og þannig koma í veg fyrir þann skaða sem vímuefnaneysla í óöruggum aðstæðum getur haft í för með sér. Má þar nefna sýkingar, blóðborna smitsjúkdóma og ofskammtanir. Ylja leggur einnig áherslu á að mynda traust, veita stuðning og viðhalda mannlegri reisn hjá notendum úrræðisins.

Ylja er opin alla virka daga frá kl. 10-16. Hægt er að hringja í síma 774-2957.

Sími: 774-2957

Vefsíða: https://www.raudikrossinn.is/verkefni/innanlandsverkefni/heilbrigdi-og-velferd/skadaminnkun/#YljaFaeranlegtNeyslurymi

Samfélagsmiðlar: www.facebook.com/yljaneyslurymi / www.instagram.com/ylja_neyslurymi/

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram