Þegar sú niðurstaða er fengin að vandi einstaklingsins sé meiri en svo að viðkomandi ráði við hann vaknar spurningin um hvert hægt sé að leita til að fá aðstoð. Hér verður reynt að gefa yfirlit yfir þau úrræði sem í boði eru á Íslandi. Vinsamlegast athugið að Geðhjálp rekur ekki þessi úrræði.

Til að einfalda leitina hefur verið ákveðið að flokka þá aðstoð sem veitt er eftir landshlutum og fjarþjónustu.
Al-Anon Aðstandendur áfengis- og vímuefnasjúkra

Hjálpar fjölskyldum og vinum alkóhólista.

Sjá nánar
SÁÁ-fjölskyldumeðferð

Ætluð aðstandendum fólks með fíknisjúkdóm.

Sjá nánar
Aðstandendur utangarðsfólks

Samhjálparsamkomur fyrir núverandi og fyrrverandi skjólstæðinga Samhjálpar.

Sjá nánar
Birta

Landssamtök foreldra og forráðamanna sem misst hafa börn.

Sjá nánar
Hugarafl

Starfrækt fyrir alla þá sem hafa gengið í gegnum andlegar áskoranir og aðstandendur þeirra.

Sjá nánar
Drekaslóð

Samtök sem aðstoða þolendur hvers konar ofbeldis og aðstandendur þeirra.

Sjá nánar
Sálfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum á Vesturlandi

Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum HVE sinna meðferð barna og fjölskyldna þeirra.

Sjá nánar
Göngudeild SÁÁ á Akureyri

Sinnir ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis- og vímuefnasjúka.

Sjá nánar
Foreldrar meðganga barn – FMB teymið

Þjónusta fyrir foreldra með alvarlegan geðrænan vanda sem eiga von á barni.

Sjá nánar
Von

Göngudeild SÁÁ, fjölbreytt starfsemi í þágu áfengis- og vímuefnasjúklinga og fjölskyldna þeirra.

Sjá nánar
Fjölskyldumiðstöðin

Ráðgjöf og hópastarf fyrir unglinga og fjölskyldur í vanda.

Sjá nánar
Félagsþjónusta sveitarfélaga

Félagsþjónusta veitir börnum og fjölskyldum þeirra félagslega aðstoð.

Sjá nánar
Sjónarhóll

Ráðgjafamiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir.

Sjá nánar
Bataskóli Íslands

Nám ætlað fólki með geðrænar áskoranir, aðstandendum þeirra og fólki á heilbrigðis- og velferðarsviði.

Sjá nánar
Sálfræðiþjónusta barna – SÁÁ

Sálfræðiþjónusta fyrir börn sem búa á heimilum þar sem er áfengis- og vímuefnaneysla.

Sjá nánar
Alateen

Samtök unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða náins vinar.

Sjá nánar
Foreldrahús

Sálfræðiþjónusta og ráðgjöf fyrir börn og unglinga og stuðningur fyrir fjölskylduna.

Sjá nánar
Systkinasmiðjan

Smiðja fyrir krakka sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir.

Sjá nánar
PÍETA samtökin

Forvarnarstarf gegn sjálfsvígum og viðtöl hjá fagfólki.

Sjá nánar
Litla Kvíðameðferðarstöðin

Sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Sjá nánar
SÁÁ Ungmennameðferð

Innlögn fyrir ungmenni sem glíma við fíknisjúkdóm sem margþátta sjúkdóm.

Sjá nánar
SÁÁ

Meðferð, ráðgjafaviðtöl og stuðningshópar fyrir þá sem glíma við vanda vegna fjárhættuspils og spilafíknar.

Sjá nánar
GA-samtökin

Einstaklingar sem deila með sér reynslu og hjálpa öðrum að ná bata á spilafíkn.

Sjá nánar
SÁS

Samtök áhugafólks um spilafíkn, ýmis þjónusta fyrir fólk með spilafíkn og aðstandendur þeirra.

Sjá nánar
Narcotics Anonymours – NA

NA eru samtök eiturlyfjafíkla.

Sjá nánar

Geðhjálp

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar

Fylgstu með

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram