Vin - fræðslu- og batasetur

Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu hefur rekið í nær 29 ár en velferðarsvið Reykjavíkurborgar er nú tekið við rekstri setursins við Hverfisgötu. Eftir sem áður verður helsta hlutverk Vinjar að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir gesti setursins.

Yfir hundrað einstaklingar heimsækja Vin reglulega. Þar er lögð áhersla á fræðslu- og batamiðuð verkefni til að efla virkni gesta, með tilliti til þarfa og áhuga hvers og eins. Þar er meðal annars starfrækt ferðafélagið Víðsýn og Vinaskákfélag. Þar er einnig listasmiðja, haldnir fundir og margt fleira.

Sími: 4112610

Netfang: vindagsetur@reykjavík.is

Vefsíða: https://www.facebook.com/vin.batasetur.3

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram