Bugl veitir börnum og unglingum upp að 18 ára aldri með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu. Starfsemin skiptist í göngudeild og legudeild. Hlutverk legudeildarinnar er að sinna börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa á tímabundinni innlögn að halda vegna geðræns vanda barns þegar þjónusta í nærumhverfi fjölskyldu, á sérfræðistofnunum eða á göngudeild BUGL nægir ekki. Þegar grunur vaknar um geðrænan vanda hjá barni/unglingi getur farið af stað ferli sem leiðir til tilvísunar á BUGL. Forráðamenn leita fyrst eftir þjónustu innan síns sveitarfélags s.s. hjá heilsugæslu, félagsþjónustu/þjónustumiðstöðvum eða sálfræðiþjónustu skóla.
Legudeild: 543 4320
Göngudeild: 543 4300
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið