Karlasmiðja

Karlasmiðja er fyrir karlmenn á aldrinum 25 til 45 ára sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma. Miðað er við að þeir hafi þegið fjárhagslegan stuðning frá Reykjavíkurborg. Umsækjendur mega ekki vera háðir neyslu vímuefna. Um er að ræða 18 mánaða endurhæfingu þar sem markmiðið er að bæta lífsgæði þátttakenda.

Endurhæfingin er þríþætt: sjálfsefling, uppbygging og starfs- og/eða námsundirbúningur. Kennsla fer fram í Námsflokkum Reykjavíkur alla virka daga og skuldbinda þátttakendur sig til að mæta 100%. Starfsmenn Velferðarsviðs Reykjaborgar eru auk þess með stuðning og eftirfylgd við þátttakendur í Karlasmiðju.

Endurhæfingartímabilinu er skipt upp í þrjár sex mánaða annir. Kenndar eru verklegar og bóklegar námsgreinar og miðast kennslan við getu hvers og eins, eins og unnt er. Stýrihópur fundar mánaðarlega og fer yfir framvindu endurhæfingar. Í stýrihóp sitja ráðgjafar frá hverri þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar, fulltrúi frá Velferðarsviði og fulltrúi frá TR. Sótt er um í Karlasmiðju hjá félagsráðgjafa/ráðgjafa á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkur.

Vefsíða: https://reykjavik.is/thjonusta/karlasmidja

Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Geðhjálp
Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
Fylgstu með
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram