Aflið eru samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis.
Aflið býður upp á einstaklingsviðtöl fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, sjálfshjálparhópa fyrir þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis og fyrirlestra um starfsemi Aflsins, kynferðis- og heimilisofbeldi og afleiðingar þess.
Sími: 461-5959
Netfang: aflidakureyri@gmail.com
Vefsíða: www.aflidak.is
Staðsetning: Norðurland