Starfið snýst um hjálp til sjálfshjálpar og byggir fyrst og fremst á námi og kennslu, ráðgjöf, stuðningi og samvinnu. Markmið Hringsjár er að veita náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám og/eða að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði. Námið hentar einnig þeim sem hafa litla grunnmenntun eða sértæka námserfiðleika.
Sími: 510 9380
Netfang: hringsja@hringsja.is
Vefsíða: https://hringsja.is/
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið