11. mars 2020

Vegna Covid-19 veirunnar

Nú þegar ekki er þverfótað fyrir fréttum af COVID-19 veirunni og afleiðingum vegna hennar er mikilvægt að halda sig við staðreyndir. Í aðstæðum sem nú eru uppi spretta upp allskonar rangfærslur sem erfitt getur verið að hrekja. Það er mikilvægt að halda ró sinni og leita sannreyndra upplýsinga. Margir af félagsmönnum Geðhjálpar glíma við kvíða og fjölmiðlun nútímans er ekki alltaf að hjálpa. Bestu mögulegu upplýsingar á hverjum tíma vegna veirunnar er að finna á upplýsingasíðu Landlæknis. Við beinum því til félagsmanna okkar og annarra sem bera kvíða í brjósti vegna ástandsins að halda sig við útgefnar upplýsingar frá Landlækni. Einnig er mikilvægt tala við aðra um vanlíðan og kvíða. Hægt er að hringja hjálparsíma Rauða krossins 1717 og í ráðgjafa Geðhjálpar í síma 570-1700.

Ýtið á hlekkinn hérna fyrir neðan til að fara á vefsíðu Landlæknis:

Spurningar og svör varðandi kórónaveiruna/COVID-19 á vefsíðu Landlæknis

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram