9. júní 2022

Vegna stjórnsýsluúttektar RND og umræðu um geðheilbrigðismál

Í tengslum við umræðu á Alþingi um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðismálum og umræðu í samfélaginu um málaflokkinn áréttar stjórn landssamtakanna Geðhjálpar eftirfarandi:

Stjórn landssamtakanna Geðhjálpar fagnar því að Ríkisendurskoðun hafi gert stjórnsýsluúttekt á geðheilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Niðurstöður úttektarinnar koma samtökunum ekki á óvart en eru vitnisburður um þá stöðu sem geðheilbrigðismál á Íslandi eru í og hafa verið um árabil. Ástandið virðist grundvallast af almennt aukinni vanlíðan, sem fer einna leið í gegnum umdeilt greiningarmódel geðlæknisfræðinnar og veldur í framhaldi aukinni eftirspurn eftir þjónustu sem ekki er að öllu leiti til staðar og eða löng bið eftir. 

Hér má sjá umsögn Geðhjálpar um úttektina en helstu ábendingar Geðhjálpar eru eftirfarandi:

  • Skortur á tölfræði – Taka upp mælaborð geðheilsu
  • Grá svæði á milli stjórnsýslustiga – Hús geðgeirans
  • Mismunun og fordómar landlægir – Mikilvægt að mæla reglulega
  • Eftirlitshlutverk vanrækt og mannréttindi ekki virt – Geðráð taki til starfa
  • Fjárframlög til geðheilbrigðismála aðeins 4,6% af framlögum til heilbrigðismála en ætlað umfangið er hins vegar 25-30% – Þetta verður að jafna
  • Áhersla á afleiðingar fremur en orsakir – Beinum sjónum okkar að forvörnum
  • Geðhjálp kallar eftir nýrri nálgun og nýrri hugmyndafræði

Í ljósi umræðu í samfélaginu um geðheilbrigðismál vill Geðhjálp árétta eftirfarandi viðmið til að draga úr fordómafullri umræðu um Geðheilbrigðismál: 
https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/vidmid-fyrir-fjolmidla-skyrsla.pdf

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram