Hefur þú eldmóðinn, seigluna og færnina til að stofna og reka nýjan skóla?
Geðhjálp og Reykjavíkurborg auglýsa eftir ástríðufullum verkefnisstjóra til að vinna að stofnun og rekstri bataskóla (Recovery College) á Íslandi. Bataskólar byggja á samvinnu ólíkra sérfræðinga og jafningjafræðara við að byggja upp og miðla árangursríku námsefni til notenda geðheilbrigðiskerfisins, almenna heilbrigðiskerfisins, aðstandenda og fagfólks gagnvart geðrænum veikindum. Markmið skólans er að auka innsæi, stuðla að innihaldsríkara lífi og aukinni þátttöku notenda heilbrigðiskerfisins ísamfélaginu ásamt því að auka þekkingu og draga úr fordómum. Stefnt er að því að hefja formlega starfsemi bataskólans haustið 2017. Miðað er við að verkefnisstjóri bataskólans hefji störf eigi síðar en 1. febrúar 2017.
Helstu verkefni:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfi viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 16.janúar 2017.
Nánari upplýsingar um starfið veita Iðunn Antonsdóttir í síma 6648603 og tölvupósti idunn.antonsdottir@rvkskolar.is og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir í síma 5701701 og tölvupósti ago@gedhjalp.is. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.