28. apríl 2022

Viðbrögð stjórnar landsamtakanna Geðhjálpar við stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi

Stjórn landssamtakanna Geðhjálpar fagnar því að Ríkisendurskoðun hafi unnið stjórnsýsluúttekt á geðheilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Niðurstöður úttektarinnar koma samtökunum ekki á óvart en eru vitnisburður um þá stöðu sem geðheilbrigðismál á Íslandi eru í og hafa verið um árabil.

Samtökin sendu inn umsögn um lokadrög úttektarinnar í vetur. Hér í viðhengi er samantekt þeirra athugasemda nú þegar niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir. Helstu atriði sem þar koma fram eru:

  • Skortur á tölfræði – taka upp mælaborð geðheilsu
  • Grá svæði á milli stjórnsýslustiga – Hús geðgeirans
  • Mismunun og fordómar landlægir
  • Eftirlitshlutverk vanrækt og mannréttindi ekki virt – Geðráð taki til starfa
  • Fjárframlög til geðheilbrigðismála aðeins 4,6% af framlögum til heilbrigðismála – umfangið er hins vegar 25-30%
  • Áhersla á afleiðingar fremur en orsakir
  • Geðhjálp kallar eftir nýrri nálgun og nýrri hugmyndafræði
Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram