17. ágúst 2022

Vinaskákfélagið kom færandi hendi

Hörður Jónasson og Róbert Lagerman, félagsmenn Vinaskákfélagsins, heimsóttu Geðhjálp þann 16. ágúst síðastliðinn og færðu landssamtökunum tafl og skákklukku að gjöf. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar tók á móti gjöfinni.

Tilgangur Vinaskákfélagsins er að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir. Vinaskákfélagið ákvað að gefa búsetukjörnum, geðdeildum og athvörfum töfl, skákklukkur og skákbækur til þess að „efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir og fá það til að vera í meiri félagskap við hvert annað“, enda sé skák góð leið til þess að efla einbeitingu.

Sumarið 2020 samdi Vinaskákfélagið við Skáksambandið að það gæfi skáksett og skákklukkur í þetta verkefni. Heimsóknin til Geðhjálpar var sjötta heimsókn félagsins en áformað er að heimsækja fleiri staði á árinu.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram