12. september 2024

Foreldrar barna sem glíma við geðrænar áskoranir: Samtal og samvinna

Þriðjudaginn 17. september kl. 20:00 fer fram fundur í Hlutverkasetri, Borgartúni 1, á vegum Geðhjálpar og Umhyggju í samvinnu við Landspítala/BUGL, Geðheilsumiðstöð barna og Embætti landlæknis, þar sem markmiðið er að skapa vettvang fyrir foreldra barna sem glíma við geðrænar áskoranir.

Dagskrá

Þú ert númer 99 í röðinni, vinsamlegast hafðu samband síðar - Ásgerður Arna Sófusdóttir
Fjallað verður um leiðir í kerfinu, snemmtækan stuðning og úrræði fyrir fjölskyldur.

Ásgerður Arna er hjúkrunarfræðingur og teymisstýra Fjölskylduteymis 0-5 ára, en hún hefur starfað á Geðheilsumiðstöð Barna síðustu þrjú árin þar sem hún sinner tengslaeflandi fjölskyldumeðferð. Síðustu 15 árin hefur Ásgerður Arna starfað með fjölskyldum og börnum, m.a. á BUGL, við skólahjúkrun, ungbarnavernd og í Brúnni í Hafnarfirði.

Þinn eigin besti vinur - Chien Tai Shill, þroskaþjálfi, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
Fjallað verður um álagsþætti og áskoranir foreldra sem eiga barn með geðrænar áskoranir og mikilvægi þess að foreldrar hugi að sér í þeim aðstæðum.

Chien Tai hefur unnið á BUGL í rúm fjögur ár og er nú teymisstjóri meðferðarteyma og sinnir einnig fjölskyldumeðferð. Áður var hún félagsráðgjafi í Klettaskóla í níu ár, en hún hefur kennt í HÍ til margra ára og var einnig starfsmaður í HR.

Kynning á Umhyggju - Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju,
Árný mun kynna félagið og þá þjónustu sem stendur félagsmönnum til boða, sem felst meðal annars í ráðgjöf og stuðning í réttindabaráttu, fjárstyrki, endurgjaldslausa lögfræðiráðgjöf, endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu og möguleika á dvöl í sérútbúnum orlofshúsum bæði sumur og vetur.

Foreldrahópur stofnaður
Í lokin verður stofnaður foreldrahópur, þar sem markmiðið er að fá fram raddir foreldra. Foreldrar barna sem glíma við geðrænar áskoranir eru hvattir til þess að mæta og koma sínum skoðunum og reynslu á framfæri.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram