Dr. Chatterjee heldur því fram að hugtakið heilsa sé orðið að of flóknu fyrirbæri og ætlar sér að einfalda það. Í hlaðvarpi hans heyrum við frá sérfræðingum í heilbrigðsmálum og áhugaverðum einstaklingum sem gefa ráð til þess að efla heilsuna, veita ráðgjöf og fara yfir algengar mýtur þegar kemur að heilsu, sem gefur fólki tækifæri til þess að gjörbreyta því hvernig það borðar, sefur, hreyfir sig og slakar á. Feel Better, Live More miðar að því að hvetja, styrkja og breyta því hvernig okkur líður.
Inside Mental Health er margverðlaunað vikulegt hlaðvarp sem nálgast sálfræði og geðheilbrigðismál á aðgengilegan hátt. Hlustaðu þegar gestgjafinn Gabe Howard ræðir af hreinskilni við sérfræðinga, frægt fólk og aðra þekkta einstaklinga til að brjóta flókin umræðuefni niður í einfaldari hugtök.
John Moe sér um þetta áhugaverða hlaðvarp þar sem fjallað er um geðræn mál og rætt á mannúðlegan hátt við listamenn, skemmtikrafta og sérfræðinga um hvernig það er að lifa með eins og þar er sagt „áhugaverðan“ huga. Engin skömm, engir fordómar og meiri hlátur en búast mætti við búist við af hlaðvarpi um geðheilbrigðismál. Aðgengilegt á Apple Podcast, Spotify og fleiri hlaðvarpsveitum.
Hlaðvarp þar sem finna má þætti um margt sem viðkemur geðheilsu, og hvernig megi stuðla að góðri geðheilsu, að lifa og blómstra og hvernig við getum náð að dafna og blómstra. Margs konar úrræði eru rædd, núvitund og heilbrigð sambönd svo eitthvað sé nefnt. Vandað og fróðlegt hlaðvarp sem við mælum með. Aðgengilegt á Spotify.