Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.
Hvernig er hægt að taka þátt?
- Hjálpast að við að vekja athygli á gulum september og því sem hann stendur fyrir.
- Klæðast gulum fatnaði eða skreyta með gulu.
- Taka þátt í dagskránni.
- Taka myndir af gulri stemmingu, mynd af sjálfum sér, vinum, fjölskyldu, samstarfsfólki, skreytingum eða gulum vörum og deila henni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember.
Gulur dagur - hvað er það?
- 10. september 2024 er gulur dagur.
- Allir sem geta eru hvattir til að taka þátt og sýna þannig stuðning við geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir.
- Á gulum degi klæðumst við gulu, skreytum með gulu, lýsum með gulu, borðum gular veitingar og tökum myndir af gulri stemmingu. Myndin getur verið sjálfa eða af vinum, fjölskyldu, samstarfsfólki, skreytingum eða gulum hlutum.
- Til að vekja athygli sem víðast er lagt til að deila myndum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember.
- Einnig er bent á gular geðræktargöngur þennan dag.
Er allt í gulu?
- Þetta slagorð var valið fyrir gulan september. Það vísar til samkenndar, þess að láta sig náungann varða og hlúa saman að geðheilsunni.
- Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því leitaðu þá hjálpar.
- Ef þú hefur áhyggjur af ástvini/vini/vinnufélaga ræddu það við viðkomandi.
- Það hjálpar að deila líðan sinni með öðrum.
Það er hjálp að fá - höfum samband
Að gulum september standa fullltrúar frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.