Í tilefni af fimm ára afmæli Gleðismiðjunnar býður hún fyrirtækjum og hópum upp á 10 tíma af hláturjóga og skemmtilegum leikum á 100.000 kr. sem renna óskipt til Geðhjálpar.
Tímarnir hjá Gleðismiðjunni, sem eru orðnir á fimmta hundrað talsins, hafa verið feykivinsælir hjá öllum gerðum hópa undanfarin ár um allt land. Þeir innihalda 40-60 mínútur af hláturjóga og skemmtilegum leikjum sem miða að því að finna leikgleði lífsins, hlæja meira og njóta og gleyma sér.
Gleðismiðjan býður fyrirtækjum og hópum Gleðismiðjutíma fyrir 100.000 krónur sem renna óskipt til Geðhjálpar. Þau fyrirtæki og hópar sem stökkva á þetta tækifæri munu fá umfjöllun um á Bylgjunni þar sem þetta verkefni verður kynnt. Fyrirtæki og hópar fá því ekki aðeins Gleðismiðjutíma heldur einnig auglýsingu og kynningu, ásamt því að styrkja gott málefni.
Um er að ræða tíu skipti af tómri gleði sem hentar öllum gerðum hópa, fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum en nánari upplýsingar um verkefnið og bókanir er að finna á gledismidjan.is.