9. desember 2025

Réttindi þín – mannréttindi í geðheilbrigðisþjónustu

Í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum mun Geðhjálp standa fyrir opnu samtali um mannréttindi í geðheilbrigðiskerfinu við Odd Ástráðsson lögmann. Viðburðurinn fer fram á Facebook-síðu Geðhjálpar miðvikudaginn 10. desember frá kl. 12 til 13.

Fólki gefst þar tækifæri að spyrja Odd spurninga í gegnum tölvupóst – gedhjalp@gedhjalp.is eða Messenger á Facebook-síðu samtakanna. Hann mun reyna að svara öllum þeim spurningum sem varða umræðuefnið.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram