Í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum mun Geðhjálp standa fyrir opnu samtali um mannréttindi í geðheilbrigðiskerfinu við Odd Ástráðsson lögmann. Viðburðurinn fer fram á Facebook-síðu Geðhjálpar miðvikudaginn 10. desember frá kl. 12 til 13.
Fólki gefst þar tækifæri að spyrja Odd spurninga í gegnum tölvupóst – gedhjalp@gedhjalp.is eða Messenger á Facebook-síðu samtakanna. Hann mun reyna að svara öllum þeim spurningum sem varða umræðuefnið.