Birgir Páll Hjartarson

Birgir er 55 ára en hefur verið í vandræðum með sálina frá táningsaldri. Hann hefur unnið þó nokkuð að geðheilbrigðismálum í gegnum tíðina, t.d. með því að starfa með hópum og félagasamtökum, rita greinar og koma fram í fjölmiðlum og með því að taka þátt í ráðstefnuhaldi og halda ýmsa fyrirlestra um geðheilbrigðismál.

Birgir hefur ekki starfað mikið með öðrum síðustu 10-15 ár, þar sem hann er einstæður faðir sem hefur tekið hans tíma, en hefur áhuga á að koma aftur á sjónarsviðið til að leggja sitt af mörkum. Hann hefur reynslu af geðheilbrigðismálum á ýmsum vettvangi; sem einstaklingur og notandi, sem ráðgjafi og í jafningastuðningi og sem faðir.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram