Hallgrímur Hrafnsson

Hallgrímur Hrafnsson starfar sem jafningi í geðrofs- og samfélagsgeðteymi Landspítalans. Hann býr yfir eigin reynslu sem notandi geðþjónustu síðan 1998 og hefur séð ýmsar góðar breytingar í geðþjónustu síðan þá en tækifærin til bóta eru enn mörg og brýn. Hallgrímur er virkur þátttakandi í samfélagi jafningja, en hann hefur oft séð hve öflug sú nálgun getur verið og hefur mikla trú á jafningjasamfélaginu sem hefur verið að blómstra síðan byrjun árs 2023.

Hallgrímur hefur á undanförnum tveimur árum öðlast mikinn áhuga á geðheilsu og umbótastarfsemi í þágu notenda geðsviðs og hefur á þeim tíma sótt ýmsar ráðstefnur, vinnustofur og málstofur bæði í persónu og á netinu varðandi betri leiðir í geðþjónustu. Sú reynslu hefur veitt honum byr undir báða vængi hvað varðar mögulega framtíð geðþjónustu á Íslandi og víðar.

Hann trúir á einstaklingsbundin bataferli þar sem hver og einn fær tækifæri til að feta sína eigin slóð í átt að betra lífi. Hallgrímur er einnig í fjarnámi hjá Yale háskóla í bandaríkjunum að læra breytingastjórnun fyrir fólk með lifða reynslu og ætlar sér að nýta það nám til ýmissa verkefna í samstarfi við jafningja, félagasamtaka og Landspítala. Hann bauð sig fram í stjórn Geðhjálpar vegna þess að hann vill bæta geðrækt og vinna gegn fordómum á Íslandi.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram