Kvennaathvarfið

Kvennaathvarfið býður upp á öruggt skjól, ráðgjöf og stuðning fyrir konur og börn þeirra, sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis. Athvörfin eru staðsett í Reykjavík og á Akureyri en eru opin fyrir allar konur óháð búsetu eða lögheimili. Einnig er boðið upp á ráðgjafaviðtöl að kostnaðarlausu. Vaktsími Kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn og þar geta þolendur, aðstandendur og fagfólk fengið ráðgjöf og stuðning.

Ráðgjafar sem sinna stuðningi og ráðgjöf í Kvennaathvarfinu eru allir með mikla reynslu og fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun; svo sem sálfræði, kynjafræði, félagsfræði, afbrotafræði, mannfræði og fjölskylduráðgjöf. Ráðgjafarnir vinna á vöktum og halda athvarfinu opnu allan sólarhringinn, árið um kring.

Sími: 561 1205

Vefsíða: www.kvennaathvarf.is

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram