SÓK meðferð

SÓK-meðferð er sálfræðiþjónusta fyrir börn sem þurfa á aðstoð að halda vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar. Barnaverndarþjónustur sveitarfélaga geta vísað áfram í úrræðið.

Meðferðin er í höndum sálfræðinga sem eru sérhæfðir meðferðaraðilar í þjónustu við börn sem sýna óviðeigandi kynhegðun og fjölskyldur þeirra. Þjónustan fer að meginhluta fram á sálfræðistofu þjónustuaðila en hver sálfræðingur vinnur þar sjálfstætt að hverju máli og sér um að boða barn og foreldra (forsjáraðila) til viðtals. 

Þjónustuaðili leggur áherslu á samstarf við starfsmenn barnaverndarþjónustu og eftir atvikum við aðra fagaðila eða stofnanir og veitir faglega ráðgjöf. Samvinna og stuðningur við forsjársaðila barnsins er lykilþáttur í þjónustunni. 

Vefsíða: https://island.is/s/bofs/sok-medferd

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram