SÓK-meðferð er sálfræðiþjónusta fyrir börn sem þurfa á aðstoð að halda vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar. Barnaverndarþjónustur sveitarfélaga geta vísað áfram í úrræðið.
Meðferðin er í höndum sálfræðinga sem eru sérhæfðir meðferðaraðilar í þjónustu við börn sem sýna óviðeigandi kynhegðun og fjölskyldur þeirra. Þjónustan fer að meginhluta fram á sálfræðistofu þjónustuaðila en hver sálfræðingur vinnur þar sjálfstætt að hverju máli og sér um að boða barn og foreldra (forsjáraðila) til viðtals.
Þjónustuaðili leggur áherslu á samstarf við starfsmenn barnaverndarþjónustu og eftir atvikum við aðra fagaðila eða stofnanir og veitir faglega ráðgjöf. Samvinna og stuðningur við forsjársaðila barnsins er lykilþáttur í þjónustunni.
Vefsíða: https://island.is/s/bofs/sok-medferd