Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins.
Upphaflegir stofnendur Umhyggju voru fagfólk á barnadeildum Landspítala og Landakotsspítala og var félaginu ætlað að bæta hag barna á sjúkrahúsum og standa vörð um félagsleg réttindi langveikra barna. Smám saman þróaðist starfsemin og æ fleiri foreldrar gengu í félagið. Stærsta breytingin varð í febrúar 1996 þegar átta foreldrafélög gengu í Umhyggju, en í dag eru aðildarfélögin orðin 18 talsins.
Símanúmer: 552 4242
Netfang: umhyggja@umhyggja.is
Vefsíða: https://www.umhyggja.is