Skammdegið skellur alltaf svolítið þungt á okkur í janúar. Okkar svar við því er geðræktarátakið G-vítamín sem Geðhjálp hefur staðið fyrir á þorranum undanfarin ár. Markmiðið er sem fyrr að setja geðrækt á oddinn og árétta mikilvægi hennar hvern dag.